Í hjarta Reykjavíkur er að finna lítinn huggulegan garð sem tileinkaður er íslenskum skáldkonum. Hugmynd garðsins er hugarfóstur Sigrúnar Úlfarsdóttur en garðurinn er hannaður af landslagsarkitektúrstofunni Landmótun auk þess sem Liska sá um lýsingar- og raflagnahönnun í garðinum.
Vegglistaverk prýðir húsvegg við garðinn en verkið, sem ber heitið "Yggdrasil", er eftir Narfa Þorsteinsson listamann. Verkið er glætt nýju lífi í rökkrinu en útskorin gobomynd varpar ljósi á verkið og dregur það fram. Lesa má nánar um ljósvist garðsins á verkefnavef Lisku hér.
Formleg opnun garðsins fór fram 6. september síðastliðinn en lesa má frétt um opnunina á heimasíðu Reykjavíkurborgar, hér.
Comments