top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Garðatorg í sumarbúningi

Garðatorg er eitt af örfáum almenningsrýmum á Íslandi sem nýtur þess að vera varið gegn veðri og vindum. Rýmið er á sama tíma gangur og torg og býður upp á ýmsa möguleika fyrir bæjarlífið í Garðabæ. Liska vinnur nú að ljósvistarhönnun á torginu sem verður hluti af stærra verkefni sem snýst um að lífga upp á og gera menningu hærra undir höfði á svæðinu. Lýsingu í rýminu er stýrt þráðlaust og bíður kerfið upp á marga möguleika, m.a. lifandi lýsingu sem aðlaga má að viðburðum eða tíma dags.


Stefnan er sett á að klára uppsetningu á lampabúnaði fyrir næsta haust en nú þegar er búið að koma upp litríkum filmum setja svip sinn á torgið á sólríkum dögum. Litskrúðugar filmurnar (e. iridescent) eru sýnilegar að utan en varpa einnig marglita skuggum inn á torgið.


Litur skuggana breytist yfir daginn eftir því hvaða gráðu sólargeislarnir lenda á filmunum.

Við óskum ykkur gleðilegs sumar og bjóðum ykkur á að koma við á Garðatorgi, njóta litanna og taka nokkrar ,,sjálfur“.









Allar myndir eftir Kateřinu Blahutová, lýsingarhönnuð hjá Lisku ehf. og aðalhönnuð verkefnisins.



104 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page