Ljósmynd: Basalt arkitektar
Guðlaug á Langasandi er ein af glæsilegri náttúrulaugum landsins en frétt um náttúrulaugina birtist fyrir skemmstu á vef ArchDaily sem er mest lesna vefútgáfa um arkitektúr í heiminum. Umfjöllun ArchDaily má nálgast hér. Náttúrulaugin sem var vígð 2018 er hönnuð af Basalt arkitektum og við hjá Lisku erum afar stolt að hafa verið hluti af þessu glæsilega verkefni.
Áhugasamir geta einnig séð kynningarmyndband um verkefnið hér en við hvetjum að sjálfsögðu alla sem ekki hafa gert það nú þegar að heimsækja laugina og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða.
Comments