top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Hraunbrú yfir Suðurstrandarveg

Þau eru fjölbreytt verkefnin sem við fáum upp á borð til okkar hjá Lisku. Við höfum unnið okkur inn gott orð fyrir að útbúa kynningarefni í þrívídd í verkefnum okkar og var það þannig sem þetta tiltekna verkefni kom til. Það er, að útbúa kynningarefni fyrir framsækna hugmynd sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar ef af verður.

Verkefnið er að tryggja að Suðurstrandarvegur haldist opinn fyrir umferð þó svo að hraun úr Fagradalsfjalli flæði yfir veginn með því að byggja brú fyrir hraunið til að flæða yfir. Verkefnið er hugsjón Magnúsar Rafns Rafnssonar, framkvæmdastjóra hjá Línudans ehf., en samstarfsaðilar í verkefninu eru Verkfræðistofa Suðurnesja, Lota og Liska. Mannvirkið samanstendur af einingum sem er fljótlegt að reisa svo lengja má brúnna í báðar áttir eftir því sem þörf er á. Lausnin tryggir örugga leið undir flæðandi hraunið fyrir alla innviði sem gæti þurft að bjarga frá flæðandi hrauni.


Aðkoma okkar hjá Lisku var til að byrja með að útbúa kynningarefni fyrir tillögu brúarinnar auk þess að veita ráðgjöf um lýsingu ef verkefnið verður að veruleika. Hér fyrir neðan má sjá tvær af þeim myndum sem við útbjuggum en við munum birta fleiri myndir þegar fram líða stundir.


Fjallað hefur verið um verkefnið í fjölmiðlum, núnan síðast í vikunni sem er að líða en þá birtist frétt á vefsíðu norska tæknimiðilsins Teknisk Ukeblad. Lesa má fréttina hér.


Hraun flæðir yfir brúarmannvirkið. Umferð og innviðir fá örugga leið undir hraunið.

Horft inn í brúarmannvirkið.


152 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page