Nýjasta Hús og híbýli er komið út en að þessu sinni eru ljós og lýsing í fyrirrúmi. Þar má finna umfjöllun og viðtöl við ýmsa fagaðila á þessu sviði og teymið hjá Lisku lét sig ekki vanta. Blaðið er stútfullt af allskonar heilræðum um það helsta sem þarf að hafa í huga þegar lýsing er valin og mikilvægi góðrar lýsingar yfirhöfuð. Við mælum sérstaklega með því að þeir sem eru að velja lýsingu inn á sitt heimili eða í fyrirtæki fari yfir heilræðin sem tekin eru saman í lok viðtalsins við Lisku.
top of page
Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
BROCHURE
bottom of page
Comments