top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Nocco pop up verslun

Pop-up verslun fyrir jóladrykk Nocco opnaði þann 12. desember s.l. og mun standa fram til jóla. Við hjá Lisku fengum að koma að þessu áhugaverða verkefni þar sem mikil áhersla var lögð á listræna nálgun í markaðsetningu. Hönnunarteymið vildi byggja sjálfspeglandi rými (e. Infinity room) inni í versluninni. Sú aðferð byggir á að sjálfspegla bæði áhorfandan og eða sýninguna til hins óendanlega og er þetta einstaklega áhugaverð leið til að setja upp listaverk og sýningar. Þess má geta að japanski listamaðurinn Yayoi Kusama er fræg fyrir sínar innsetningar sem hófust með infinity mirror room í Phalli's field árið 1965.


Í verkefninu var lýsing og hreyfanleiki ljóssins veigamikill hluti af skynrænni upplifun áhorfandans. Það er eitthvað einstakt við að stíga úr jólastressinu og upplifa sjálfan sig í hinu óendanlega umhverfi. Þetta er ferðalag án hreyfingar, upplifunar og ákveðið fall í gleymskunar stund.


Hlutverk Lisku var að koma inn í hönnunarteymið ásamt Arnari Frey frá Core og Antoni Illugasyni sem er grafískur hönnuður og aðstoða við hönnun rýmisins. Einnig sá Liska um tæknilega útfærslu á sjálfspeglandi rýminu, lýsingarhönnun, stýringar og hönnun á almennri lýsingu fyrir aðalrými pop-up verslunarinnar.


Í hönnunarferlinu var farið þá leið að smíða rýmið í 1/10 módeli þar sem möguleiki var á að prófa stýringar og lýsingarhönnun. Með því var tæknileg hönnun fullkláruð og átti því eingöngu eftir að fínstilla hönnunina á staðnum þegar búið var að smíða rýmið.


Verkefnið sem unnið í samstarfi við flott teymi fagaðila kemur virkilega vel út. Kristján, lýsingarhönnuður Lisku, vann að verkinu og er hann einstaklega sáttur við útkomuna og að hafa fengið tækifæri til að takast á við hönnun á sjálfspeglandi rými sem þessu.


Við mælum svo sannarlega með heimsókn í þessa flottu pop up verslun sem staðsett er við Tryggvagötu 25, gengið inn á horni Kolagötu og Reykjastrætis.


Myndir: Örn Erlendsson
425 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page