top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Liska áfram með teymi í forvali um hönnun Keflavíkurflugvallar


Mynd: KADECO/Vísir.is


Greint var frá því á vef Vísis í morgun að Liska er meðal þátttakenda í teymi sem komst áfram í forvali í samkeppni um þróun Keflavíkurflugvallar til ársins 2050.


AECOM fer fyrir teyminu en ásamt Lisku eru einnig VSB Verkfræðistofa, Háskólinn í Reykjavík, Storð Teiknistofa og Andersen & Sigurdsson.


Í fréttinni er fjallað um teymið í stuttu máli og kemur þar fram:

"AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson."


Við hjá Lisku erum hæstánægð að komast áfram í forvalinu ásamt þessu metnaðarfulla teymi og erum spennt fyrir áframhaldandi samstarfi.


Lesa má fréttina í heild sinni hér.

116 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page