top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Sole-Luna vinnur If Design Award

Sole Luna, lampi sem hannaður var sérstaklega fyrir The Retreat at the Blue Lagoon vann nýlega til If Design Award verðlaunanna á vegum If World Design Guide

á sviði innanhússarkitektúrs.


















Lampinn var samstarfsverkefni Lisku ásamt Basalt arkitektum, Design Group Italia, Bláa Lónsins og Iguzzini en þeir síðastnefndu framleiddu einnig lampann.


Hugmyndarfræði Sole-Luna var að framlengja töfra náttúrulegrar birtu á Íslandi inn í hótel herbergin og að skapa svipuð áhrif eins og fást af sólinni og tunglinu. Lampinn er festur á bak við dúkaloft þannig að ljósið síast í gegnum himnu dúksins. Þar sem ljósbúnaðurinn er innbyggður og staðsettur á bak við dúkinn sést sjálfur lýsingarbúnaðurinn ekkert.

Gestir hótelsins geta stýrt lýsingunni frá Sole-Luna með stýringu sem innbyggð er í rúmgaflinn og gerir þeim kleift að virkja mismunandi ljós senur. Einnig er möguleiki að virkja vakningu sem vekur gesti einungis með ljósi sem stigmagnast hægt og rólega.


Hér má lesa meira um verðlaunin en við hjá Lisku fögnum þessari viðurkenningu



189 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page