top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Sveinn Kjarval - sýning í Hönnunarsafni Íslands

Síðastliðna helgi opnaði sýning í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Sýningin beinir sjónum að mikilvægu brautryðjendastarfi Sveins Kjarvals hér á landi á sviði húsgagna- og innanhússhönnunar um tveggja áratuga skeið eða frá 1950 - 1970.


Kristján og Steinunn starfsmenn Lisku sáu um að hanna og stilla lýsinguna fyrir sýninguna en

þegar sýningar eru settar upp er mikilvægt að lýsingin sé rétt hönnuð til að litir og áferðir verkanna skili sér. Þá er hugað að litarhitastigi, litarendurgjöf, styrk birtu og fleira.


Við hvetjum alla til að fara og skoða þessa merkilegu sýningu en hún er opin þangað til í Ágúst á næsta ári. Hér má lesa meira um sýninguna.


Ljósmyndir: Kristján Kristjánsson og Steinunn Harpa Einarsdóttir





62 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page