Nýlega vann hótel Bláa lónsins til verðlauna á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Architecture MasterPrice í flokkinum Architectural Design of the Year.
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Guggenheim safninu í Bilbao á Spáni og voru nokkir af helstu fulltrúum hönnunarteymisins viðstaddir.
"Markmið AMP-verðlaunanna er að vinna að framgangi hágæðaarkitektúrs um allan heim og fagna sköpunargáfu og nýsköpun. Dómnefndina skipa margir af leiðandi arkitektum heims." (www.mbl.is)
Hér má lesa meira um verðlaunin en við hjá Lisku erum stolt af því að hafa verið hluti af hönnunarteyminu þar sem starfsmenn Lisku sáu um lýsingarhönnun verksins fyrir Verkís. Við óskum einnig Basalt arkitektum og Deisgn Group Italia innilega til hamingju með þessi flottu verðlaun.
Fyrir stuttu birtist einnig ítarleg umfjöllun um The Retreat í tímaritinu Arc-Magazine en hér má finna tímaritið í heild sinni.
Comments