top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Vel heppnuð frumsýning

Ný lýsing var frumsýnd í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. október 2022 við skemmtilega athöfn. Athöfnin var mjög vel sótt. Í fréttatilkynningu sem birtist á vef Hallgrímskirkju stendur:


"Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir bauð gesti velkomna og flutti bæn og blessun. Að svo búnu söng Sólbjörg Björnsdóttir sálm áður en Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri flutti stutta tölu og þakkarávarp. Loks tók lýsingarhönnuðurinn, Örn Erlendsson, við og sýndi gestum hvað hin nýja lýsing hefði upp á að bjóða. Meðan lýsingin skipti litum í kirkjuskipinu lék Björn Steinar Sólbergsson fagra tóna á orgelið. Að lokum gengu viðstaddir út í kvöldið þar sem ljósin böðuðu kirkjuna í hinum ýmsu litum og tónum."


Í fréttinni má jafnframt lesa ávarp framkvæmdastjóra og sjá myndir frá athöfninni. Fréttina má nálgast hér.


Reynir Örn Jóhannesson tók meðfylgjandi myndir á meðan frumsýningunni stóð.


32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page