top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Lýsing sem hvetur til leiks við Flataskóla

Ný lýsing hefur verið sett upp við Flataskóla í Garðabæ en við hjá Lisku vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni ásamt Landslagi ehf. sem sáu um hönnun lóðar.


Almenn lýsing er notuð til að lýsa upp rólur, bekki og trampólín en einnig er notast við litakastara til að búa til skemmtilegt og áhugavert umhverfi fyrir þá sem vilja bregða á leik. Til að mynda er gobo kastari notaður til að varpa stjörnumynstri á lóðina og á kastala leikvallarins er litakösturum beitt til að búa til marglitaða skugga. Þá err einnig notast við gobokastara til að varpa mynd af parísarhoppi á lóðina.


Meginmarkmið ljósvistarinnar í þessu verkefni var að skapa leik með ljósinu. Myndir af verkefninu má sjá hér fyrir neðan en það var Örn Erlendsson, starfsmaður Lisku sem tók myndirnar.


Hér má lesa meira um verkefnið.



167 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page