top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Liska vinnur til verðlauna á LIT

Niðurstöður í alþjóðlegu lýsingarverðlaununum LIT Lighting Design Awards voru gerðar opinberar í dag en það er mikið gleðiefni fyrir okkur hjá Lisku að segja frá því að við unnum til tveggja verðlauna og hlutum einnig heiðursviðurkenningu (e. honorable mention).


LIT lýsingarverðlaunin eru veitt árlega til að heiðra og vekja athygli á verkefnum, lýsingarhönnuðum og vörum sem m.a. þykja skara fram úr eða sýna frumlega og vel hepnaða hönnun. Verðlaun eru veitt í ýmsum flokkum og eru sigurvegarar valdir af dómnefnd sem samanstendur af reynslumiklu fagfólki í lýsingarhönnunarbransanum s.s. hönnuðum, fræðimönnum, frumkvöðlum og öðru lykilfólki.


Liska sendi tvö verkefni í LIT að þessu sinni en það voru endurnýjun inni og útilýsingar í Hallgrímskirkju annars vegar og endurnýjun torga í Mjódd hins vegar. Lesa má nánar um verkefnin á verkefnavef okkar hér.


Hallgrímskirkja: Verðlaun í tveimur flokkum

Verkefnið um endurnýjun inni og útilýsingar í Hallgrímskirkju vann til verðlauna í tveimur flokkum. "Heritage lighting" og "Spectrum lighting".


Heritage lighting verðlaunin er veitt verkefnum sem flokkast til bygginga-, menninga- og samfélagsarfleiðar, þar sem lýsing hefur verið hönnuð með einstakri virðingu fyrir viðfangsefninu og nær jafnframt að draga fram einkennandi atriði með smekklegum, jafnvel frumlegum hætti.


Spectrum lighting verðlaunin eru veitt verkefnum þar sem lýsing hefur verið hönnuð sérstaklega með það í huga að nýta litróf ljóssins með frumlegum og vel heppnuðum hætti.


Fjallað er um verðlaunun hér.

Samstarfsaðilar verkefnis:

Hallgrímskirkjusókn, Fagraf, Ískraft, Erco, Casambi, Luxor, Griven, Pharos, Hornsteinar, Verktækni, Fagurverk, Verkpallar ehf.

Inni og úti myndir af lýsingu í Hallgrímskirkju. Ljósmyndir: Örn Erlendsson


Mjódd: Heiðursviðurkenning

Verkefnið um endurnýjun torga í Mjódd hlaut heiðursviðurkenningu (e. honorable mention) í flokkinum "landscape lighting".


Liska hannaði meðal annars einstakan ljósaskúlptúr á einu torganna auk þess sem notast var við RGBW kastara til að teikna upp skemmtilegar skuggamyndir og Gobo kastara til að varpa myndum frá Erró á vegg á einu torganna. Nánar má lesa um verkefnið hér.


Fjallað er um verðlaunin hér.

Samstarfsaðilar verkefnis:

Reykjavíkurborg, Landmótun, NNE, Listasafn Reykjavíkur, Erró, Verkvík-Sandtak, Garðsmíði

Myndir frá torgunum þremur í Mjódd. Ljósmyndir: Örn Erlendsson

246 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page