top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Ljósaskúlptúr í Mjóddinni

Endurnýjun torga í Mjóddinni í Reykjavík er nú að nálgast endanlega mynd. Við höfum áður fjallað um þetta skemmtilega verkefni og er virkilega gaman að sjá hvað þetta svæði er orðið glæsilegt. Eldri frétt um verkefnið má lesa hér. Landmótun sá um landslagshönnun en Liska sá um lýsingarhönnun, rafmagnshönnun, hönnun ljósaskúlptúrs auk gerð þrívíddarmynda fyrir kynningarefni. Verkís sá um hönnun snjóbræðslukerfis. NNE fór með burðarþolshönnun rammanna auk þess að sjá um eftirlit með verkframkvæmdinni og Garðsmíði ehf er sá verktaki sem kemur að torgi 1. Verkefnastjórnun er í höndum Guðrúnar Birnu Sigmarsdóttur hjá Reykjavíkurborg. Verkvík-Sandtak sá um smíði og málun rammanna. Lesa má nánar um verkefnið hér.


Framkvæmdir við torg 2 og 3, auk gangleiðar meðfram torgi 1, standa nú yfir en kveikt var á ljósaskúlptúrnum á torgi 1 fyrir stuttu og má sjá útkomuna á meðfylgjandi ljósmyndum sem Örn Erlendsson tók í gærkvöldi. Torgið stendur á milli Breiðholtskirkju og Þangabakka og hvetjum við fólk til að gera sér leið á svæðið.

Ljósmyndir: Örn Erlendsson / www.oe-photo.com


Þrívíddarrenderingar voru gerðar á hönnunartímaverkefnis en hér á eftir má sjá renderingar úr frumhönnunarfasanum. Það er gaman að sjá skúlptúrinn verða að veruleika og verður spennandi að sjá útkomuna á hinum torgunum þegar þau verða tilbúin en það ætti ekki að líða að löngu áður en það gerist.158 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page