Í sumar birtum við frétt um vígslu Norðurbakkans í Hafnarfirði. Það gleður okkur mikið að lýsing á bakkanum fái nú loksins að njóta sín, nú þegar byrjað er að rökkva. Aðeins stendur eftir að klára forritun lýsingar á svæðinu en meðal þess sem lýsing á að gera er að skipta um lit á tilefnisdögum og dimmast yfir nóttina. Þessum verkþætti mun ljúka á allra næstu dögum. Sjá má myndir og lesa nánar um verkefnið á verkefnavef okkar hér.
Við hvetjum heimafólk og gesti til að leggja leið sýna á bakkann bæði í dagsbirtu og rökkri til að upplifa þetta nýja glæsilega svæði.
Eftirfarandi myndir voru teknir í síðustu viku þegar lýsing var forstillt og prófuð af fulltrúum Lisku, Fagrafs og Flúrlampa ehf. Ljósmyndir eru teknar af Erni Erlendssyni.
RGBW litakastarar skipta um lit í takt við tilefnisdaga og sérstaka viðburði.
Mynd 3-6: Hér má sjá dæmi um litabreytingu á einu áningarsvæðanna.
Ljósmyndir, Örn Erlendsson
Comments