top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

High on light & architecture


High on... light + architecture 2021

Fyrr á þessu ári var bókin "High on... Light + Architecture" gefin út. Bókin er óður til sambands ljósvistar og arkitektúrs og er þar að finna ýmis verkefni, víðs vegar að úr heiminum, þar sem samspil þessara tveggja þátta hefur vakið eftirtekt.


Í bókinni fær lesandinn að kynnast stofunum sem standa að baki ljósvistarhönnuninni en einnig er fjallað um hvert og eitt verkefni út frá ljósvist. Lesandanum gefst kostur á að skyggnast inn í hugarheim ljósvistarhönnuða og fræðast um hvernig hönnuðir með bakgrunn í lýsingu og arkitektúr nálgast verkefni og hvernig þeir nýta ljós sem byggingarefni sem bæði styrkir og mótar arkitektúr.


Við hjá Lisku erum stolt að því að hafa tekið þátt í fjórum verkefnum í bókinni. Verkefnin eru "The Retreat at the Blue Lagoon", "BIO Effect verslunnin í Rammagerðarhúsinu", "LAVA Center Hvolsvelli" og umhverfislýsing á höfuðborgarsvæðinu en þar er úr mörgu að velja en að þessu sinni voru það verkefnin Kjarvalsstaðir, Bryggjuhverfið, Naustatorg og Flataskóli í Garðabæ sem fá að njóta sín.

"Professional lighting architects and lighting designers “think” in light. In addition to its materiality and shape, light is basically a building material."

Fagfólk og áhugafólk um arkitektúr, ljósvist og hönnun ætti ekki að láta þessa bók fram hjá sér fara en hægt er að verða sér úti um eintak með því að hafa samband við okkur hjá Lisku eða með því að versla bókina í gegnum heimasíðu "High On...". Einnig má nálgast rafrænt sýnishorn af bókinni hér.


Áhugasamir geta lesið meira um verkefnin á heimasíðunni okkar.

Myndir - Röð 1 til vinstri: The Retreat (mynd eftir Ragnar Th. Sigurðsson), röð 1 til hægri: BIO Effect (mynd eftir Örn Erlendsson), röð 2 til vinstri: Lava Center (mynd eftir Magnús Elvar Jónsson), röð 2 til hægri: Klambratún (mynd eftir Örn Erlendsson), röð 3 til vinstri: Naustatorg (mynd eftir Örn Erlendsson), röð 3 til hægri: Bryggjuhverfi (mynd eftir Örn Erlendsson), röð 4: Flataskóli (mynd eftir Örn Erlendsson).

34 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page